11:49
{mosimage}
Hið unga lið Skallagríms byrjaði leikinn betur í gærkvöld og náði mest 9 stiga forystu í fyrri hálfleik. Njarðvík náði að vinna þann mun upp og var tveim stigum yfir í hálfleik. Njarðvíkingar byrjuðu seinni hálfleik eins og þeir enduðu þann fyrri, að miklum krafti og fljótlega var ljóst í hvað stemmdi. Undir lok 3. leikhluta var munurinn orðinn 23 stig og bættu Njarðvíkingar við þann mun í 4. leikhluta, staðan í leikslok Skallagrímur 63 – Njarðvík 92.
Af 12 leikmönnum Skallagríms eru 5 drengjaflokksstrákar og 2 yngri en það.
Umfjöllun og myndir: Sigga Leifs
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}



