spot_img
HomeFréttirKóngurinn í stuði: James með 41

Kóngurinn í stuði: James með 41

9:21

Lebron James skoraði 41 stig í annað skiptið á stuttum tíma þegar hann leiddi sína menn til sigurs gegn Chicago Bulls í nótt, 106-97. Hann var einnig með 13 fráköst í leiknum, en Ben Gordon var stigahæstur í liði Chicago með 29 stig.

Þá átti gamla tröllið Shaquille O'Neal frábæran leik í 104-96 sigri Phoenix á Millwaukee. Shaq setti 29 stig og tók 11 fráköst, en hann kom ferskur til leiks eftir að hafa fengið frí í síðasta leik. Terry Porter, þjálfari Suns, sagði eftir leikinn að sá gamli gæti vel fengið frí aftur ef hann kæmi alltaf svona vel til baka.

Hér fylgja úrslit næturinnar:

New Jersey     80
Indiana     98

Washington     81
Orlando     106

Miami         89
New Orleans     100

Cleveland     106
Chicago     97

Phoenix     104
Milwaukee     96

Minnesota     93
Portland     97

ÞJ

Smellið hér til að sjá tölfræði leikjanna

Fréttir
- Auglýsing -