spot_img
HomeFréttirLeikir dagsins: Sjötta umferðin hefst í kvennaboltanum

Leikir dagsins: Sjötta umferðin hefst í kvennaboltanum

06:00
{mosimage}

Í kvöld hefst sjötta umferð í Iceland Express deild kvenna með þremur leikjum og fara þeir allir fram kl. 19:15. Topplið Hamars fær Íslandsmeistara Keflavíkur í heimsókn í Hveragerði en Hamar er á toppnum með fullt hús stiga. Keflavík hefur 6 stig í 3.-5. sæti með Val og Grindavík.

Þá mætast Bikarmeistarar Grindavíkur og Haukar í Röstinni í Grindavík og Reykjavíkurslagur fer fram í Vodafonehöllinni þegar Valur tekur á móti KR.

Einn leikur fer svo fram í unglingaflokki karla þegar Haukar taka á móti Val kl. 19:40 að Ásvöllum.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -