spot_img
HomeFréttirJames enn með stórleik, Lakers og Hawks enn á sigurbraut

James enn með stórleik, Lakers og Hawks enn á sigurbraut

10:35
 LA Lakers unnu góðan sigur á Dallas Mavericks í nótt og Lebron James skoraði 41 stig í þriðja skiptið í fjórum leikjum. Þá fagnaði Allen Iverson sínum fyrsta sigri með Detroit Pistons.

Hér fylgja úrslit næturinnar:

Lakers mæta svo sannarlega einbeittir til leiks þennan veturinn og hafa nú unnið fyrstu 6 leiki sína. Í nótt voru það Dallas Mavericks sem máttu lúta í gras, 106-99,  þrátt fyrir að hafa leitt allan leikinn fram í fjórða leikhluta.

Jason Kidd og Eric Dampier áttu báðir stórleiki, Kidd var m.a. með 101. þrennuna á ferlinum, en Dirk Nowitzki hefur oft látið meira á sér bera. Þeir virtust þó ætla að verða fyrstir til að leggja stórveldið áður en Lakers settu í fluggírinn undir lok þriðja leikhluta og söltuðu Dallas á lokasprettinum. Munaði þar mikið um framlag bekkjarins þar sem Trevor Ariza fór á kostum og keyrði sína menn áfram í vörn og sókn. Dallas hafa nú tapað öllum 3 heimaleikjum sínum.

LeBron James setti 41 stig í þriðja sinn í fjórum leikjum í nótt þegar Cleveland lagði Milwaukee Bucks, 99-93. James bar liðið á öxlum sér sem oftar og fékk litla hvíld. Það skilaði sér að lokum og eru Cleveland í efsta sæti miðriðils Austurdeildar með 6 sigra og tvö töp.

Allen Iverson og félagar í Detroit unnu sinn fyrsta sigur eftir skiptin, 100-92 gegn Sacramento, þar sem Iverson gerði 30 stig. Denver hefur unnið alla 3 leiki sína frá skiptunum.

Óvæntasta saga þessara fyrstu vikna er hins vegar velgengni Atlanta Hawks sem vann sinn sjötta sigur og er eina taplausa liðið utan Los Angeles. Velgengni þeirra í úrslitakeppninni í fyrra virðist ekki hafa verið tilviljun, en nú hafa þeir á að skipa fjölbreyttu vopnabúri, jafnvel þó Josh Smith sé frá vegna meiðsla.

Al Horford, sem er á síðu öðru ári í NBA var fremstur meðal jafningja og var með 27 stig og 17 fráköst. Hans gamli skólafélagi í tvöföldu meistaraliði Flordia, Joakim Noah, er hins vegar ekki að standast væntingar og átti slakan leik fyrir Chicago í nótt líkt og svo oft áður og sannast hið fornkveðna að maður þarf víst eitthvað annað en attitúd og skrítna hárgreiðslu til að meika það í NBA. Nýliði Chicago, Derrick Rose var hins vegar með sallafínan leik. Gerði 26 stig, tók 10 fráköst og gaf 6 stoðsendingar.

Úrslitin:

Denver 88
Charlotte 80

Milwaukee 93
Cleveland 99

Utah 93
Philadelphia 80

LA Lakers 106
Dallas 99

Atlanta 113
Chicago 108

New York 80
San Antonio 92

Detroit 100
Sacramento 92

Minnesota 110
Golden State 113

Sjá tölfræði leikjanna

ÞJ

Fréttir
- Auglýsing -