spot_img
HomeFréttirÍG vann öruggan sigur á Álftanesi (Umfjöllun)

ÍG vann öruggan sigur á Álftanesi (Umfjöllun)

11:51

{mosimage}

ÍG vann Álftanes, 64-83, í 2. deild karla í körfuknattleik á Álftanesi á mánudagskvöld. Gestirnir úr Grindavík höfðu undirtökin allan leikinn gegn heimamönnum. Þá vantaði nokkra lykilmenn, meðal annars helsta stigaskorara liðsins Daða Janusson. Það sást á sóknarleik liðsins sem var stirðbusalegur allan leikinn. ÍG var yfir eftir fyrsta fjórðung 12-21 og í hálfleik 33-47. Álftanesi tókst að minnka muninn í 51-60 í þriðja fjórðungi með þéttan varnarleik að vopni. Þá seig aftur á  ógæfuhliðina, gestirnir voru yfir 53-67 eftir þriðja leikhluta. Þeir  rúlluðu síðan yfir heimamenn í seinasta fjórðungnum. Það jók enn á vandræði heimamanna að leikstjórnandinn Davíð Freyr Jónsson fékk sína fimmtu villu.

Stigaskor ÍG deifðist jafnt, sex leikmenn skoruðu meira en tíu stig. Guðmundur Ásgeirsson, Albert Sævarsson og Bergvin skorðu allir þrettán stig auk þess sem sá síðastnefndi tók tíu fráköst.

Í liði Álftaness skoraði Steinólfur Jónasson sextán stig og tók ellefu fráköst, Davíð Freyr skoraði ellefu stig og Sveinn Guðmundsson tíu.

Tölfræði leiksins

Gunnar Gunnarsson

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

Fréttir
- Auglýsing -