11:55
{mosimage}
(Mikið mun mæða á Sovic þegar Grindavík mætir í Smárann í kvöld)
Í kvöld hefst áttunda umferðin í Iceland Express deild karla með þremur leikjum og byrja þeir allir kl. 19:15. Þór Akureyri fær Tindastól í heimsókn, Snæfell tekur á móti FSu og nýliðar Breiðabliks mæta Grindavík í Smáranum.
Nánara yfirlit yfir aðra leiki dagsins má sjá hér: http://kki.is/leikvarp.asp
Eins og fram kom í gær á KR aðeins tvo sigurleiki eftir í að jafna met Keflavíkur í 9 sigurleikjum í upphafi tímabils en KR trónir á toppi deildarinnar. Grindvíkingar eru í 2. sæti með 12 stig og Tindastóll í 3. sæti með 10 stig. Keflavík og Njarðvík koma næst með 8 stig og þau Snæfell, Þór, FSu og Breiðablik eru jöfn í 6.-9. sæti með 6 stig. Stjarnan og ÍR eru jöfn í 10-11. sæti með 4 stig og Skallagrímur er enn án stiga á botni deildarinnar.
Þórsarinn Cedric Isom leiðir deildina í stigaskori með 30 stig að meðaltali í leik. ÍR-ingurinn Ómar Sævarsson er efstur í fráköstunum með 15 stykki að meðaltali í leik. Þá er Arnar Freyr Jónsson með 7,5 stoðsendingar í leik og Cedric Isom leiðir deildina í framlagi með 35,14 framlagsstig á hvern leik.



