21:03
{mosimage}
Sigurður Þorvaldsson var stigahæstur Snæfellsmanna í kvöld
Strákarnir frá FSu voru mættir á Snæfellsnesið í fyrsta skipti í körfuboltaviðureign allavega. Snæfell sem var með 70 ára afmælisdagskrá í dag voru tilbúnir eftir kaffi og köku og buðu velkomna strákana af Suðurlandi. Snæfell tapaði síðasta leik með aðallega slakri vörn gegn ÍR en FSu vann sinn síðasta og voru bæði lið með 6 stig fyrir leikinn og nokkuð jafna stöðu. Dómarar kvöldsins voru þeir velvakandi Eggert Þór Aðalsteinsson og Rögnvaldur Hreiðarsson.
Sigurður Þorvaldsson og Hlynur Bæringsson höfðu komið skilaboðum til sinna manna um bætta vörn og það skilaði Snæfell 17-4 á fyrstu fjórum mínútum leiksins áður en FSu tók leikhlé. Siggi og Hlynur voru fengu að setja allt niður og féll ekkert með FSu. Ekkert gekk upp varnarlega hjá FSu og fengu þeir varla frákast þegar staðan í þeim var 13-4 og Hlynur var orðinn einvaldur í teignum. FSu til tekna var að þeir náðu tveimur stórum körfum undir lokin og Snæfell leiddi 27-15 eftir fyrsta hlutann.
FSu byrjaði með betri krafti í öðrum hluta og reyndu pressu með miður góðum árangri en þeir gleymdu sér þegar stillt var upp í vörnina og fengu þeir á sig heldur stórar körfur frá Magna, Sigga og Agli. FSu virtist vera að skríða nær fyrri part annars hluta en Snæfellingar voru að spila vel og leyfðu engan yfirgang. Til dæmis voru Snæfellingar komnir í 24-5 í fráköstum. En FSu gafst ekki upp á að elta og héldu þeir áfram þrátt fyrir 10-14 stiga mun en Snæfell leiddi 50-36 í hálfleik þó annar hluti hafi verið jafnari.
Hjá Snæfelli var Siggi manna sprækastur með 17 stig og 4 fráköst. Hlynur var með 15 stig og 8 frák. Nonni 12 stig og 5 frák. Ekki má gleyma frammistöðu Gunnlaugs sem var kominn með 4 frák og 4 stoðs og var bara ferskur fyrri partinn. Hjá FSu var Tyler Dunway með 11 stig og Vésteinn Sveinsson 9 stig. Þá hafði Thomas Viglianco sett 8 stig og tekið 4 frák.
FSu sóttu í sig veðrið framan af þriðja hluta og náðu að klóra aðeins en alltaf var þessi munur sem skildi liðin af og Snæfellingar ekki að fara á taugum yfir að FSu skildi hressast við. Snæfellingar komust 20 stigum yfir 67-47 þegar 40 sek voru eftir af þriðja hluta en þeir höfðu verið að spila góða vörn og haldið áfram að auka muninn þrátt fyrir að FSu væru að berjast þá mátti betur gera ef dugu skildi. Snæfell leiddi áfram eftir þriðja hluta 68-49.
Það er nú ekki oft sem minnst er á einstaka dóma en orða var ekki hægt að bindast með mjög augljósa ranga dóma í byrjun 4. hluta og ekki verður farið nánar í það, þeir vita sem sáu. Þetta hafði þó ekki stór áhrif á leikinn og hélt leikurinn áfram svipað og hann hafði gengið. Þeir Tyler, Thomas og Vésteinn voru að draga vagninn fyrir nokkuð dapurt lið FSu og spurning hvort þeir sakni Árna Ragnars eða hvað, en hann var ekki með í kvöld vegna veikinda. Gunnlaugur Smárason átti góðann leik fyrir Snæfell og var að stjórna liðinu og tók kallið eftir betri leikstjórn úr síðasta leik og steig upp. Fráköstin voru ofarlega í huga því um miðjan fjórða hluta var staðan 43-15 í fráköstum fyrir Snæfell og FSu átti ekkert sóknarfrákast. Leikurinn endaði svo 86-61 fyrir Snæfell.
Siggi skoraði 25 stig fyrir Snæfell og tók 6 fráköst. Hynur átti frábærann leik setti 23 stig og tók 14 fráköst. Nonni var með 23 stig og tók 12 fráköst og réðu FSu engann veginn við þá þrjá. Gunnlaugur setti 6 stig og tók 7 fráköst og gaf 6 stoðs og var góðru í kvöld. Hjá FSu var Tyler Dunway að draga vagninn og setti 16 stig ásamt Thomas Viglianco sem setti 11 stig og tók 8 frák. Vésteinn Sveinsson setti 13 stig. Nokkuð ljóst að Snæfellingar unnu á vörninni í kvöld sem er þeirra vopn.
Tölfræði leiksins
Símon B. Hjaltalín
Mynd úr safni: [email protected]



