spot_img
HomeFréttirKR sýndi enga miskunn í DHL-höllinni (umfjöllun)

KR sýndi enga miskunn í DHL-höllinni (umfjöllun)

08:22
{mosimage}
(mynd úr safni, Snorri Örn Arnaldsson)

Kr tók á móti Njarðvík í DHL-höllinni í vesturbænum í kvöld.  Kr hafði fyrir leikinn unnið fyrstu sjö leikina sína á tímabilinu en Njarðvík unnið 4 af sjö.  Heimamenn tóku leikinn föstum tökum strax á upphafsmínútunum og voru komnir með mjög afgerandi forskot strax í öðrum leikhluta.  Gestirnir drógust hægt og rólega meira og meira aftur úr.  KR vann á endanum 55 stiga sigur, 103-48.  Stigaskorið dreifðist vel hjá heimamönnum en Jason Dourisseau var stigahæstur með 18 stig.  Næstir voru Darri Hilmarsson með 17 stig og þrír leikmenn með 13 stig.  Hjá Njarðvík var Friðrik Stefánsson eini maðurinn með lífsmarki en hann skoraði 16 stig og hirti 14 fráköst.  Næstir voru Logi Gunnarsson með 11 stig og Hjörtur Hrafn Einarsson með 10 stig.
Njarðíkingar byrjuðu leikinn í svæðisvörn sem virtist ekki koma heimamönnum á óvart.  Þeir fundu opin skot nokkuð auðveldlega og leiddu þess vegna strax frá upphafsmínútunni.  Gestirnir voru aðeins lengur að átta sig í sóknarleiknum en þegar fjórar mínútur voru liðnar var leikurinn aftur orðinn jafn þegar Friðrik Stefánsson jafnaði af vítalínunni, 9-9.  Næstu mínúturnar rigndu stigunum inn og höfðu KR náð þriggja stiga forskoti aðeins um það bil tveimúr mínútum seinna, 17-14 en þá sá Valur Ingimundarsson ástæðu til að taka leikhlé.  Eftir það má segja að KR-ingar hafi hlaupið gestina niður því þeir hlupu hraðaupphlaupin á lýgilegum hraða og uppskáru 11 stiga forskot, 27-16.  Þar til Njarðvík tók sitt annað leikhlé með rétt rúmlega eina mínútu eftir af fyrsta leikhluta.  Heimamenn áttu svo seinustu 5 stig leiksins og leiddu því með 16 stigum þegar fyrsta leikhluta lauk.  Jason Dourisseau fór hreinlega á kostum í fyrsta leikhluta og skoraði 13 stig í öllum litum regnbogans.  

Það leið ekki á langt í öðrum leikhluta þangað til Baldur Ólafsson kom inná við mikinn fögnuð áhorfenda og greinilegt að Benedikt Guðmundsson æltaði að loka á svo til einu ógn gestana í sókninni þar sem Friðrik Stefánsson hafði skorað 9 stig af 17.  Hlutirnir héldu áfram að falla með heimamönnum og þegar leikhlutinn var rétt tæplega hálfnaður var munurinn kominn upp í 30 stig, 47-17.  Ófarir Njarðvíkinga virtust enga enda taka og Kr-ingar bættu bara við.  Þegar flautað var til hálfleiks var munurinn kominn upp í 35 stig, 59-24.  

Stigahæstur í hálfleik hjá KR var Jason Dourisseau með 15 stig en næstir var Darri Hilmarsson með 13 stig og Jakob Örn Sigurðarson með 8 stig.  
Hjá gestunum úr Njarðvík voru Friðrik Stefánsson og Hjörtur Hrafn Einarsson jafnir og stigahæstir með 10 stig hvor en næstir voru Logi Gunnarsson og Elías Kristjánsson með 2 stig hvor en þar með voru stig Njarðvíkur í fyrri hálfleik upptalin.  

Jakob Sigurðarsson var ekki lengi að stimpla sig inn í seinni hálfleik en hann skoraði fyrstu 5 stig leikhlutans og það á rétt rúmri mínútu.  Munurinn var því kominn upp í 40 stig og þannig hélst hann næstu mínúturnar á meðan liðin skiptust á að skora.  Það endist þó ekki lengi því KR hélt áfram að bæta í forskotið.  Þeir spiluðu vörnina af gríðarlegan ákafa og uppskáru eins og þeir sáðu.  Þegar rúmlega ein mínúta var eftir af leikhlutanum var munurinn kominn upp í 45 stig, 82-37, og Njarðvík tók leikhlé.  Enn bættist í muninn á seinustu mínútunni og þegar flautað var til loka hans stóðu tölur 86-39.  

Lokaleikhlutinn var í raun aukaatriði þar sem úrslit leiksins voru alkunn.  Njarðvíkingar spiluðu rólega og hreinlega biðu eftir lokaflautunni.  Þegar fjórar mínútur voru eftir var munurinn kominn upp í 50 stig, 94-44.  Kr-ingar tóku svo lokakipp og léku við hvern sinn fingur á lokamínútunum og þegar Pálmi Sigurgeirsson kom KR í 101 stig þriggja stiga skoti í hraðaupphlaupi, langt fyrir utan, stóðu áhorfendur á fætur og sungu.  Leikurinn endaði með 55 stig sigri KR, 103-48.

Umfjöllun : Gísli Ólafsson
Mynd : Snorri Örn Arnaldsson

Fréttir
- Auglýsing -