11:25
{mosimage}
Nú er komið hlé á deildarkeppninni í Iceland Express deild karla og komið að 32 liða úrslitum í Subwaybikarkeppninni. Forkeppninni er lokið sem og einum leik í 32 liða úrslitum þegar Höttur á Egilsstöðum tryggði sig inn í 16 liða úrslitin með 86-84 sigri á Þór úr Þorlákshöfn.
Keppnin í Subwaybikar karla hefst næsta fimmtudagskvöld með sex leikjum. Liðin sem mætast á fimmtudag eru:
Haukar-Breiðablik
Snæfell-KR
ÍG-ÍR
FSu-Þór Akureyri
Ármann-UMFG
Stjarnan B-Keflavík
32 liða úrslitum lýkur svo á föstudag með níu leikjum:
ÍBV-Breiðablik B
Hamar-Fjölnir
KFÍ-Tindastóll
UMFG B-Reynir Sandgerði
Mostri-Stjarnan
Laugdælir-Skallagrímur
Keflavík B-KR B
Valur-UMFH
Leiknir R.-UMFN
Enn er ódregið í Subwaybikar kvenna en sjöunda umferð hefst annað kvöld með þremur leikjum þegar Snæfell tekur á móti Grindavík, Haukar fá Hamar í heimsókn í sannkölluðum toppslag og Keflavík tekur á móti Val í Toyotahöllinni.



