spot_img
HomeFréttirSagt eftir leik í DHL-höllinni: Benni og co taka 22 suicide

Sagt eftir leik í DHL-höllinni: Benni og co taka 22 suicide

12:43
{mosimage}
(Valur Ingimundarson)

Valur Ingimundarson var að vonum nokkuð svekktur eftir leik gærkvöldsins þar sem lið hans tapaði stórt fyrir KR.  Samkvæmt visir.is hafði Valur nokkuð góðan árangur gegn KR með Njarðvíkur liðinu en fram að þessum leik hafði hann unnið 15 af 17 leikjum þessara tveggja liða.  

Menn töluðu um það fyrir leikinn að þú hefðir eitthvað tak á KR, það sýndi sig ekki í kvöld?

Nei, ég meina menn eru að tala um Njarðvík 1988, ekki Njarðvík í dag.  Málið er að Njarðvíkurliðið er svona sterkt í dag.  Þetta er ekkert flókið.
Sóknarleikurinn liggur mikið á Magga og Loga.  Þeir eru bara orðnir þreyttir.  Það er búið að hvíla mikið á þeim uppá síðkastið og þeir hafa gert alveg frábærlega.  Við erum 4-4 með þennan hóp og það er bara alveg frábært.  Svo komum við hingað og menn eru bara búnir.  Það kemur snemma í ljós í leiknum, menn eru bara þreyttir og ná ekki að gera neitt. Við erum bara ekki betri en þetta í dag.  
Hvernig rífa menn sig svo upp eftir svona tap?
Það kemur bara að sjálfum sér, annað hvort rífa menn sig upp eða ekki.

{mosimage}

Darri Hilmarsson hefur sýnt það í trekk í trekk í vetur að hann gefur aldrei neitt eftir, hann gefur hundrað prósent í alla leiki og gærdagurinn var engin undantekngin.  Hann skoraði 17 stig og var næst stigahæstur á eftir Jason Dourisseau sem var með 18 stig.  
Leikmenn Kr léku við hvern sinn fingur og því voru menn að velta því fyrir sér, hvað gekk ekki upp hjá KR?                                                                                                                                                       “hvað gekk ekki upp?  Vörnin gekk upp, ég veit það.  Ég veit ekki hvað gekk ekki upp.  Hittum kannski ekki úr öllum skotunum.”
Var þetta hinn fullkomni leikur hjá KR?
“ Já ég myndi segja að þetta væri hin fullkomna vörn, ég held að við getum ekki spilað betri vörn.  Ég myndi segja að það væri hinn fullkomni leikur.
Það er ljóst að menn leggja mikla áherslu varnarleik í vesturbænum.
“Já, við vorum með veðmál fyrir leikinn að ef þeir myndu skora yfir 70 stig þá myndum við taka “suicide” og ef þeir skora undir 70 stigum þá þyrftu þjálfararnir að taka eitt suicide fyrir hvert stig.  Þannig að þjálfaranir þurfa að taka 22 suicide.  Það verður eitthvað fjör þá.”
Þú ert nú orðinn einn af máttarstólpum KR, er þetta ekki gaman?
“jú þetta er mjög gaman, ég ætla bara að reyna að koma inná með kraft og nokkrar körfur.  Spila bara hörku vörn og koma með smá mótiveringu inní liðið.  Það er auðvita helvíti gaman að spila á móti þessum köllum.”  
Þú lætur það ekkert stoppa þig þó að Jón Arnór eða Jakob séu þarna?
“Nei nei, maður bara dritar boltanum eins og þeir.”

Fréttir
- Auglýsing -