spot_img
HomeFréttirSagt eftir leik að Ásvöllum: Slavica og Ari

Sagt eftir leik að Ásvöllum: Slavica og Ari

22:53
{mosimage}

(Slavica)

Slavica Dimovska var að vonum kampakát þegar Karfan.is náði af henni tali eftir magnaða sigurkörfu sem hún skoraði af löngu færi gegn Hamri í toppslag Iceland Express deildar kvenna í kvöld. Karfan.is ræddi einnig við Ara Gunnarsson þjálfara Hamars eftir leik og var hann ekki jafn hátt uppi og Slavica sem sagði að hana hefði dreymt um að skora svona sigurkörfu frá því að hún var smástelpa.

Slavica Dimovska, Haukar:  38 stig, 6 fráköst, 4 stoðsend og 4 stolnir

Vissir þú að að boltinn myndi fara ofan í þegar þú skaust?
Vá, ég var svo spennt! Þetta er í fyrsta skipti sem þetta hefur gerst hjá mér og mig hefur dreymt svona körfur. Ég hafði ekki hugmynd um hvort boltinn myndi fara ofan í eða ekki en ég hugsaði: ,,kannski, kannski, fer hann ofan í.“

Þú áttir stórleik í kvöld og þið eruð búnar að sýna að Ásvellir eru einn sterkasti heimavöllur landsins um þessar mundir?
Já, ég er mjög sátt við þetta og ég tel að við í Haukum séum með mjög gott lið og við sýndum öllum að hingað er erfitt að koma og ná í sigur.

Finnur þú fyrir því að það séu miklar byrðar á þínum herðum í Haukaliðinu?
Í kvöld þurfti liðið meiri hjálp frá mér en oft áður og ég varð bara að stíga upp og axla þá ábyrgð.

{mosimage}

Ari Gunnarsson, þjálfari Hamars:

Hverjum hefði dottið í hug að lokaskotið hjá Slavicu myndi detta ofan í? Voru ekki allir, þar á meðal þú, komnir með hugann við framlengingu?
Jú, en Slavica hafði trú á þessu skoti og það datt niður. Á lokasprettinum voru þetta tvö mjög stór skot hjá Haukum sem duttu niður og það var bara það sem þurfti í dag.

Sumir myndu segja að Haukar hefðu meiri reynslu en Hamar í svona toppleikjum. Var það að sýna sig í kvöld?
Við erum ekki komnar með fulla reynslu til að spila svona leiki en þetta er annar leikurinn í vetur sem við spilum sem er svona spennandi og við kláruðum það í framlengingu gegn Grindavík. Ég var svona að vonast til þess að við myndum taka þetta í framlengingunni en auðsjáanlega hafði Kristrún reynsluna í þetta skot sem jafnaði leikinn í 73-73 og svo veit ég varla hvað ég á að segja um sigurþristinn hjá Slavicu!

Maður sér ekki oft svona sigurþrista af löngu færi?
Nei, það er satt og þetta sýnir bara að kvennakarfann er á mikilli siglingu og ég efast ekki um það að þetta verði skemmtilegt tímabil. Það var samt rosalega sárt að tapa leiknum svona og stelpurnar eru niðurbrotnar en við rífum okkur upp á rassgatinu strax á morgun.

Texti: [email protected]
Myndir: [email protected] 

Fréttir
- Auglýsing -