09:56:29
{mosimage}
Álftanes skelli Körfuknattleiksfélaginu Þóri 85-63 í 2. deild karla í körfuknattleik á mánudagskvöld. Úrslit leiksins réðust í fyrsta fjórðungi sem heimamenn unnu 21-3. Forskotið hélst stöðugt eftir þetta en í reynd hefðu Álftnesingar sennilega getað unnið enn stærra.
Í hálfleik var staðan 47-27 og í upphafi þriðja fjórðungs klúðruðu Álftanesingar fjölda góðra færa. Þeir fengu hvert hraðaupphlaupið á fætur öðru en klúðruðu einföldum skotum. Þægilegt forskotið gerði Álftnesingum líka kleift að skipta vel um leikmenn sem sést vel á dreifðu stigaskori en fjórir leikmenn skoruðu yfir tíu stig. Daði og Davíð Freyr voru stigahæstir með 17 stig, Flóki skoraði 15 og Stefán 12. Hinum megin var Dzemal stigahæstur með 25 stig og Helgi skoraði tólf.
Gunnar Gunnarsson
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}



