06:00
{mosimage}
Keppni í 32 liða úrslitum Subwaybikarsins heldur áfram í kvöld með átta leikjum og svo lýkur 32 liða úrslitunum á morgun þegar Leiknir Reykjavík tekur á móti UMFN. Í mörg horn er að líta í kvöld og nóg af athyglisverðum leikjum sem fara fram.
ÍBV tekur á móti Breiðablik B kl. 19:00 í Vestmannaeyjum en úrvalsdeildarlið Blika mátti í gærkvöldi sætta sig við að detta út í keppninni gegn 1. deildarliði Hauka.
Kl. 19:15 eru svo hinir bikarleikir kvöldsins. Hamar og Fjölnir mætast í Hveragerði, KFÍ tekur á móti Tindastól, UMFG B fær Reyni Sandgerði í heimsókn og þarna í Röstinni munu kempur á borð við Guðmund Bragason og Friðrik Ragnarsson taka fram skónna og láta ljós sitt skína á ný. Vel þess virði að skella sér til Grindavíkur í kvöld!
,,Hitt liðið í Hólminum“ Mostri fær Stjörnuna í heimsókn, Laugdælir taka á móti Skallagrím þar sem Pétur Már Sigurðsson fær að spreyta sig gegn sínum gömlu liðsfélögum úr Borgarnesi. Keflavík B og KR B mætast í Toyotahöllinni og Valsmenn fá tækifæri til þess að hefna fyrir óvæntan deildarósigur þegar þeir Flúðamenn í Vodafonehöllina.
Einn leikur fer svo fram í 1. deild kvenna kl. 19:15 í Laugardalshöll þegar Ármann tekur á móti Keflavík B.



