21:51:52
{mosimage}
Fjölmargir leikir fóru fram í 32 liða úrslitum Subwaybikarsins í kvöld og unnust flestir á útivelli. Skallagrímur, Tindastóll, Fjölnir, ÍBV, Stjarnan, Valur, Grindavík b og KR b eru komin áfram. Skallagrímur vann Laugdæli á Laugarvatni 83-88, Tindastóll vann KFÍ á Ísafirði 92-87, Fjölnir vann Hamar í Hveragerði 85-83, Stjarnan vann Mostra í Stykkishólmi, 103-49, Grindavík b vann Reyni S. 86-54, Valur vann Hrunamenn 107-77 og KR b vann Keflavík b 117-78 í Keflavík. Þá gaf Breiðablik b leik sinn gegn ÍBV.
Birkir Björgvinsson var stigahæstur Mostramanna með 14 stig en Fannar Helgason skoraði 22 stig fyrir Stjörnuna.
Craig Schoen skoraði 32 stig fyrir KFÍ en Søren Flæng var atkvæðamestur Tindastólsmanna með 26 stig en Tindastólsmenn léku án Darrell Flake sem á við meiðsli að stríða.
Hinn ungi Haukur Pálsson var atkvæðamestur Fjölnismanna með 22 stig en Jason Pryor skoraði 26 fyrir Hamar.
Hermann Hauksson var í miklum ham hjá KR b og skoraði 35 stig.



