09:24
{mosimage}
(Helena í léttri gólfglímu)
Helena Sverrisdóttir og félagar í bandaríska háskólaliðinu TCU eru í feiknaformi um þessar mundir og unnu í nótt sinn fimmta sigur í röð á undirbúningstímabilinu. TCU tók á móti Sam Houston State háskólanum og urðu lokatölur 89-75 TCU í vil.
Helena lét enn vel fyrir sér finna og gerði 17 stig í leiknum. Hún var einnig með 2 fráköst og 1 stolinn bolta á 23 mínútum.
Næsti leikur TCU er á morgun en þá lýkur heimaleikjahrynu TCU þegar Houston háskólinn kemur í heimsókn. Eftir það fer TCU til Mexíkó og tekur þátt í ,,Áskorendakeppni Karabíska hafsins.“
[email protected]
Mynd: Af blogsíðu Helenu: http://helena-4.blogcentral.is/



