spot_img
HomeFréttirBrynjar og félagar í Francis Marion byrja mjög vel

Brynjar og félagar í Francis Marion byrja mjög vel

13:36
{mosimage}

(Brynjar)

Brynjar Þór Björnsson og félegar hans í Francis Marion University háskólanum í Bandaríkjunum hafa nú sigrað í fyrstu fjórum leikjunum sínum, í gærkvöldi Coker 68-59, Brynjar Þór skoraði 3 stig á 23 mínútum. Þetta kemur fram á heimasíðu KR, www.kr.is/karfa

Byrjunin á tímabilinu hjá FMU er sú besta síðan 2003-2004 en síðast var það þegar liðið komst í 16-liða úrslit í NCAA 2. deild.  Brynjar Þór var í byrjunarliði FMU og nýtti hann 1 af 3 skotum sínum í þriggja stiga.  Brynjar tók 1 frákast og gaf 3 stoðsendingar.  Stigahæstur hjá FMU var Stanley Jones miðherji þeirra með 16 stig og 10 fráköst.


Liðið leiddi í hálfleik 36-30 en í lokin voru FMU ávallt skrefinu á undan og náði í góðan sigur 68-59. Næsti leikur er gegn Allen á heimavelli laugardaginn 29. nóvember klukkan 21:00.

www.kr.is/karfa

Mynd: http://www.fmupatriots.com/sports/mbkb/index

Fréttir
- Auglýsing -