22:41:29
Eddie Jordan, þjálfara Washington Wizards var sagt upp störfum í dag, en undir hans stjórn hóf liðið tímabilið með 1 sigri og 10 töpum sem þykir ekki ásættanlegt þrátt fyrir að þeirra helsta stjarna, Gilbert Arenas, sé frá vegna meiðsla. Jordan hafði verið hjá liðinu í sex ár og kom því í úrslitakeppnina síðustu fjögur ár. Hann þjálfaði m.a. stjörnulið Austurstrandarinnar árið 2007. Einungis tveir NBA-þjálfarar höfðu verið lengur hjá liðum sínum, þeir Jerry Sloan hjá Utah og Gregg Popovic hjá San Antonio.
Nánar hér að neðan…
Ernie Grunfeld, forseti liðsins, hefur skipað Ed Tapscott, fyrrum aðstoðarmannn Jordans í þjálfarastólinn til loka tímabilsins, en Grunfeld sagði eftir þessa ákvörðun, „Við urðum að gera eitthvað. Sá máti sem við vorum að tapa leikjum var ekki bjóðandi.“
Síðasta hálmstráið virðist hafa verið tap gegn NY Knicks um helgina, en þeir síðarnefndu mættu til leiks með aðeins sjö menn en unnu samt.
Nýi þjálfarinn hyggst leggja áherslu á vörnina, sem hefur verið eins og gatasigti undanfarið.
Fyrirliði Wizards, Antwan Jamison, reyndi að horfa til framtíðar. „Þetta er ekki endalok tímabilsins. Þetta er ekki endalok heimsins. Við verðum bara að halda áfram.“
Heimild: Yahoo! Sports
ÞJ



