spot_img
HomeFréttirSubwaybikarinn: Grindavík hefur bikarvörnina gegn Valskonum

Subwaybikarinn: Grindavík hefur bikarvörnina gegn Valskonum

15:26
{mosimage}

Dregið var í 16 liða úrslit í karla- og kvennaflokki í Subwaybikarnum í dag þar sem í ljós kom að bikarmeistarar Grindavíkur frá síðasta ári munu hefja titilvörn sína gegn Valskonum í Röstinni. Leikirnir í 16 liða úrslitum munu fara fram dagana 10. og 11. desember næstkomandi.

Skúli Unnar Sveinsson blaðamaður hjá Morgunblaðinu aðstoðaði Hannes Sigurbjörn Jónsson formann KKÍ við bikardráttinn í dag.

Drátturinn í kvennaflokki: 15 lið voru skráð til leiks og Hamar mun sitja hjá í fyrstu umferð.

Haukar-KR B
Hekla-Ármann
Fjölnir-UMFG B
Snæfell-Keflavík
Njarðvík-KR
UMFG-Valur
Skallagrímur-Þór Akureyri
Hamar situr hjá.

Drátturinn í karlaflokki:

UMFN-Þór Akureyri
Skallagrímur-Valur
ÍBV-Stjarnan
UMFG B-UMFG
KR B-Haukar
ÍR-Tindastóll
KR-Fjölnir
Keflavík-Höttur

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -