01:02:07
Líkur eru taldar á því að Jason Richardson sé á leiðinni frá Charlotte Bobcats til LA Clippers í staðinn fyrir miðherjann Chris Kaman.
Fréttaveitur vestanhafs hafa velt fyrir sér möguleikum Clippers síðan þeir fengu Zach Randolph frá NY Knicks, en það hefði þýtt að annað hvort Marcus Camby eða Kaman hefði þurft að koma inn af bekknum.
Skiptin myndu því hagnast báðum liðum því Bobcats sárvantar mannskap undir körfuna og þó Richardson sé góður sóknarmaður hefur nýliðinn DJ Augustin, sem var valinn með 9. valrétti í sumar, verið að leika óhemju vel í meiðslafjarveru þess fyrrnefnda.
Richardson myndi líka færa Clippers fleiri byssur í sóknina og hann er líka hugsaður sem lærifaðir fyrir nýliðann Eric Gordon, sem hefur sýnt ágætis takta að undanförnu.
Heimild: Hoopsworld
ÞJ



