10:00
{mosimage}
(Sex sigurleikir hjá Helenu og TCU í röð!)
Helena Sverrisdóttir og félagar í bandaríska háskólaliðinu TCU unnu sinn sjötta leik í röð á undirbúningstímabilinu. Liðið tók á móti Houston háskólanum og hafði öruggan 91-72 heimasigur en þar með er lokið sex leikja heimahrynu hjá TCU og heldur nú liðið suður til Mexíkó á ,,Áskorendakeppni karabískahafsins.“
Fyrirliðinn Helena Sverrisdóttir lék í 24 mínútur í gær og gerði þar 10 stig, tók 5 fráköst, gaf 2 stoðsendingar, stal 2 boltum og varði eitt skot.
Keppnin í karabískahafinu hefst strax á fimmtudagsnóttina þegar TCU mætir Boston College.



