10:08:12
Kevin Johnson, fyrrum stórstjarna í NBA, tók í gær við stjórnartaumunum sem borgarstjóri í heimaborg sinni Sacramento í Kaliforníu.
Við vígsluathöfnina lofaði Johnson, sem reis til frægðar úr fátækt, alinn upp af einstæðri móður, gagngerum umbótum á borginni og minntist sérstaklega á að það væri hans stefna að greiða götu Sacramento Kings til að byggja sér nýja íþróttahöll.
Vart þarf að taka fram að Johnson er einn af bestu leikstjórnendum sem leikið hafa í NBA-deildinni. Hann var ásamt Charles Barkley einn af burðarásunum í liði Phoenix Suns sem komst í úrslitin árið 1993.
Johnson lagði skóna endanlega á hilluna eftir leiktíðina 1999-2000.



