spot_img
HomeFréttirMaría og félagar í UTPA með þriðja sigurinn í röð

María og félagar í UTPA með þriðja sigurinn í röð

09:03
{mosimage}

(Liðsmenn UTPA fóru í myndatöku á dögunum í mótorhjólabúð sem myndi trylla margan akstursáhugamanninn)

Landsliðskonan María Ben Erlingsdóttir og félagar hennar í bandaríska háskólaliðinu UTPA unnu sinn þriðja sigur í röð í nótt þegar lið Air Force skólans kom í heimsókn. Báðum liðum gekk treglega að finna körfuna en lokatölur leiksins voru 53-41 UTPA í vil.

María var í byrjunarliðinu og gerði 17 stig í leiknum og var stigahæst ásamt Teshay Winfrey. María var einnig með 4 fráköst og 2 stolna bolta á 31 mínútu. María er ekki þekkt fyrir afrek sín í þriggja stigaskotum í körfubolta en í nótt gerði hún fjórar slíkar í átta tilraunum.

UTPA hefur nú leikið 5 leiki, unnið 3 í röð en liðið mátti sætta sig við ósigur í tveimur fyrstu leikjunum. Næsta viðureign liðsins er á laugardag þegar UTPA mætir Lafayette á útivelli.

[email protected]

Mynd af blogsíðu Maríu: http://mbe.blogcentral.is/ 

Fréttir
- Auglýsing -