spot_img
HomeFréttirIverson sektaður fyrir að skrópa á æfingu

Iverson sektaður fyrir að skrópa á æfingu

21:37:03
 Það fór ekki svo að Allen Iverson kæmi sér ekki í vandræði hjá nýja félagi sínu, Detroit Pistons, en hann var í dag sektaður fyrir að sleppa æfingu fyrir að vera með fjölskyldu sinni á Þakkargjörðardaginn.

Michael Curry, þjálfari Detroit, staðfesti þetta í samtali við fjölmiðla og bætti því við að Iverson myndi byrja á bekknum gegn Millwaukee á morgun, ef hann yrði þá í liðinu.

Nánar hér að neðan:

Iverson kom sér alloft í klandur á árum áður, sérstaklega með liði Philadelphia 76ers, en honum fannst oft eins og hann þyrfti ekki að lúta sömu reglum og aðrir.

Curry hefur greinilega aðrar hugmyndir um það og er óhræddur við að láta stjörnuna finna fyrir því.

Iverson hefur leikið 10 leiki fyrir Detroit síðan hann kom frá Denver í skiptum fyrir Chauncey Billups og hefur liðið unnið fimm og tapað fimm frá því. Þess má geta að Denver hefnru hins vegar unnið 9 af 11 leikjum sínum eftir skiptin.

Heimild: Yahoo! Sports / New York Daily News

ÞJ

Fréttir
- Auglýsing -