12:34:02
{mosimage}
Áföllunum í Borgarnesi ætlar ekkert að linna. Liðið hefur orðið fyrir hverju áfallinu á fætur öðru og nú síðast sleit fyrirliði liðsins, Pálmi Þór Sævarsson, sin undir ilinni og verður frá út janúar að minnsta kosti.
Pálmi sagði við karfan.is að hann færi í myndatöku á föstudag í næstu viku og þá kæmi þetta betur í ljós, en hann væri allavega frá í 2 mánuði.
Pálmi bætist því við langan sjúkralista Skallagríms en á honum voru fyrir Hafþór Ingi Gunnarsson, Áskell Jónsson, Finnur Jónsson og Óðinn Guðmundsson. Þá hefur nýi leikmaður liðsins, Miroslav Andonov kennt sér einhvers meins.
Næsti leikur Skallagríms í Iceland Express deildinni er á sunnudag þegar liðið tekur á móti Þór frá Akureyri í Fjósinu.
Mynd: www.skallagrimur.org



