06:00
{mosimage}
(Ragna Margrét Brynjarsdóttir er fjórði frákastahæsti leikmaðurinn í deildinni með 11,38 fráköst í leik)
Nóg er um að vera í íslenska körfuboltanum í dag og eru fjórir leikir á dagskrá í Iceland Express deild kvenna. Allir hefjast leikirnir kl. 16:00 og að Ásvöllum mun topplið Hauka taka á móti Val en þetta er þriðji heimaleikur Haukakvenna í röð.
Grindavík fær Fjölni í heimsókn í Röstina, Hamar tekur á móti KR í Hveragerði og Íslandsmeistarar Keflavíkur taka á móti nýliðum Snæfells í Toyotahöllinni í Reykjanesbæ.
Þá fer einn leikur fram í 1. deild karla þegar Laugdælir taka á móti Hetti frá Egilsstöðum að Laugarvatni. Leikurinn hefst kl. 14:00.
Hægt er að sjá hér nánara yfirlit yfir leiki dagsins: http://kki.is/leikvarp.asp



