
Birna setti niður 31 stig í kvöld
Keflavíkurliði var í kvöld einfaldlega nokkrum númerum of stórar fyrir stöllur þeirra frá Stykkishólmi. Þær tóku strax forystuna í leiknum og léku gesti sína grátt með skæðum varnarleik sem skilaði oftast nær stigum hinummegin á vellinum. 80-56 varð niðurstaða kvöldsins þar sem Birna Valgarðsdóttir fór á kostum í fyrri hálfleik og hafði á tímabili skorað 21 af 41 stigi heimastúlkna.
Skemmst frá því að segja að þá áttu Snæfell aldrei séns í þessum leik. Nema þá kannski í fjórða leikhluta þegar kæruleysi kom í leik Keflavíkur. Þá spiluðu Snæfell fínan bolta og náðu að brjóta pressu Keflavíkur nokkuð vel. En þessi spilamennska gestanna kom alltof seint því þessum leik var lokið þar sem forskot heimamanna var öruggt fyrir síðasta fjórðung leiksins.
Sem fyrr segir var það Birna Valgarðsdóttir sem átti stórleik með 31 stig. Fátt var um fína drætti hjá gestunum en Berglind Gunnarsdóttir v ar þeirra skást. En sem fyrr segir voru þær gersamlega yfirspilaðar frá fyrstu mínútu leiksins. Keflavík halda því 3 sætinum eftir leiki kvöldsins með 12 stig.



