21:16
{mosimage}
(Petrúnella Skúladóttir var stigahæst í liði Grindavíkur í dag)
Grindavík vann í dag nauman en mikilvægan sigur á Fjölni í Iceland Express deild kvenna 62-61. Eftir sigurinn er Grindavík í 5. sæti deildarinnar með 8 stig en Fjölnir áfram á botninum með Snæfellingum þar sem bæði lið hafa 2 stig.
Gestirnir úr Grafarvogi leiddu 9-13 eftir fyrsta leikhluta og sóttu hart á Grindvíkinga sem voru ekki að finna taktinn í skotum sínum. Ashley Bowman var allt í öllu hjá Fjölni en um miðjan leikhluta tókst Grindavík að jafna og síðar komast yfir og leiddu í hálfleik 34-26. Petrúnella Skúladóttir var með 12 stig fyrir Grindvíkinga í hálfleik og Ashley Bowman 15 hjá Fjölni.
Grindvíkingar virtust ætla að stinga af í þriðja leikhluta og leiddu að honum loknum 55-42 en í Fjórða leikhluta brettu Fjölniskonur upp ermar og náðu að minnka muninn í eitt stig þegar 53 sekúndur voru til leiksloka.
Fjölniskonur áttu síðustu sókn leiksins og höfðu kost á því að stela sigrinum en Grindvíkingar stóðust áhlaupið og fögnuðu sigri og bundu þar með enda á þriggja leikja tapseríu og óhætt að segja að Grindvíkingar hafi verið stálheppnir með stigin tvö í dag.
Petrúnella Skúladóttir var stigahæst hjá Grindavík með 23 stig og næst henni kom Ingibjörg Jakobsdóttir með 15 stig. Hjá Fjölni var Ashley Bowman með 29 stig.
Texti: Alma Rut Garðarsdóttir
Mynd: Úr safni – [email protected]



