spot_img
HomeFréttirLeikir dagsins: IE karla aftur af stað í kvöld

Leikir dagsins: IE karla aftur af stað í kvöld

06:00
{mosimage}

(Eitthvað bogið við þessa mynd? Þessir tveir kappar hafa skipt um búning og mætast í kvöld)

Keppni í Iceland Express deild karla hefst aftur í kvöld eftir að hlé var gert á deildinni fyrir keppni í 32 liða úrslitum Subwaybikarsins. Níunda umferðin fer af stað í kvöld og er um tvo stórleiki að ræða þegar Njarðvík tekur á móti Keflavík og topplið KR heimsækir Tindastól á Sauðárkrók. Þá mætast Skallagrímur og Þór Akureyri í Borgarnesi. Leikirnir í IE deild karla í kvöld hefjast allir kl. 19:15.

Þá er fjöldi annarra leikja sem fer fram í dag en í 1. deild kvenna mætast Keflavík B og Ármann kl. 16:00 í Toyotahöllinni.

Yfirlit yfir aðra leiki dagsins má finna hér: http://kki.is/leikvarp.asp?Dags=30.11.2008

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -