spot_img
HomeFréttirHaukar áfram á sigurbraut(Umfjöllun)

Haukar áfram á sigurbraut(Umfjöllun)

22:43

{mosimage}

Haukar mættu fyrr í dag liði Vals í 9. umferð Iceland Express-deildar kvenna. Var þetta önnur viðureign liðanna í vetur en Valsstúlkur höfðu betur á heimavelli með einu stigi.

Mikil barátta einkenndi leikinn þar sem bæði lið spiluðu mjög góða vörn. Stigaskor leiksins var því afar lágt en spennan var töluverðu alveg fram í endann.

Eftir fyrri hálfleik þar sem Haukar voru sterkari aðilinn og ávallt yfir, 39-26, jafnaðist leikurinn í þeim seinni. Pressuvörn Valsarar hafði áhrif á Haukastúlkur sem áttu í smá vandræðum með að leysa hana. Þetta skilaði því að hraðinn í leiknum jókst.

Munurinn hélst samt út leikhlutann og leiddu Haukar með 14 stigum fyrir lokaleikhlutann, 51-37.

{mosimage}

Í fjórða leikhluta minnkuðu Valur muninn og skoruðu fyrstu sjö stig leikhlutans og minnkuðu muninn í sjö stig, 51-44. Nær komust þær ekki en Haukar skoruðu næstu körfu þegar Ragna Margrét Brynjarsdóttir setti stutt stökkskot.

Þrátt fyrir að munurinn væri ávallt nokkur stig virtust Valsarar ávallt vera inni í leiknum og mjög hættulegar. Lokatölur 59-48.

Besti leikmaður Hauka í dag var Kristrún Sigurjónsdóttir en hún fór enn og aftur fyrir liði Hauka. Skoraði hún 21 stig, tók 6 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Næst henni í skorun var Slavica Dimovska með 12 stig.

Hjá Val var Kristjana Magnúsdóttir með 15 stig en Þórunn Bjarnadóttir var mjög sterk í dag. Hún skoraði 12 stig ásamt því að taka 8 fráköst. Signý Hermannsdóttir átti erfitt uppdráttar í sókninni og setti aðeins niður 2 af 13 skotum sínum og endaði með 7 stig og 14 fráköst.

[email protected]

myndir: Snorri Örn Arnaldsson

{mosimage}

{mosimage}

Fréttir
- Auglýsing -