13:00
{mosimage}
(Brynjar var í byrjunarliði Francis Marion í nótt)
María Ben Erlingsdóttir og félagar í bandaríska háskólaliðinu UTPA máttu sætta sig við ósigur á útivelli í nótt gegn Lafayette skólanum 57-51.
María var í byrjunarliðinu í nótt en lét lítið fyrir sér fara. Henni tóks ekki að skora stig í leiknum en var með tvær stoðsendingar á þeim 18 mínútum sem hún spilaði.
Þá var Helena Sverrisdóttir með 8 stoðsendingar á föstudag þegar TCU komst aftur á beinu brautina með sigri gegn Eastern Michigan skólanum.
Brynjar Þór Björnsson var í byrjunarliði Francis Marion skólans sem í gærkvöldi hafði betur gegn Allen University 76-63. Brynjar gerði 2 stig í leiknum og gaf eina stoðsendingu á þeim 12 mínútum sem hann lék.



