9:25:25
{mosimage}
Lárus Jónsson og félagar unnu góðan sigur
Helgi Freyr Margeirsson og félagar í Randers Cimbria (7-2) sigruðu félaga Egils Jónassonar í Horsens IC (0-9) 88-75 í dönsku úrvalsdeildinni. Helgi Freyr lék í 22 mínútur og skoraði 5 stig, gaf 3 stoðsendingar og stal 3 boltum. Egill Jónasson er enn meiddur og mun ekkert vera með fyrir jól en Horsens IC skipti nýlega um þjálfara. Liðið situr á botni deildarinnar, hefur ekki unnið leik.
SISU Cph (3-5), lið Lárusar Jónssonar, vann góðan sigur á Roskilde í dönsku úrvalsdeildinni og virðist SISU vera á uppleið eftir erfiða byrjun. Leikar fóru 108-88. Lárus lék í 26 mínútur, skoraði 3 stig og tók 3 fráköst. Jesse Pellot-Rosa sem lék með Keflavík í Powerradebikarnum í haust lék sinn fyrsta leik fyrir SISU og skoraði 34 stig.
LaPalma (3-8) tók á móti Burgos í spænsku LEB gull (B deild) deildinni og tapaði 77-83. Pavel Ermolinskij lék í 34 mínútur, skoraði 2 stig, tók 7 fráköst og gaf 6 stoðsendingar.
Hallgrímur Brynjólfsson skoraði 2 stig fyrir Odense (2-7) sem tapaði á heimavelli fyrir Lemvig í dönsku 1. deildinni, 76-93.
Guðni Valentínusson lék ekki með ABF (6-3) sem vann Alba á útivelli í dönsku 1. deildinni 69-82.
{mosimage}
Horsens BC (6-3) átti ekki erfiðleikum með Harlev á útivelli í dönsku 2. deildinni á laugardag. Þrátt fyrir að vera aðeins 7 og Sigurður Einarsson kominn með 3 villur eftir 4 mínútur þá unnu þeir örugglega, 87-54. Sigurður skoraði 17 stig og Halldór Karlsson skoraði 16. Þá stýrði Hörður Lindberg Pétursson liðinu af kostgæfni af bekknum en þessi gamli Haukamaður er þjálfari liðsins.
Brønshøj (5-4) sem þeir Grétar Örn Guðmundsson og Gylfi Björnsson leika með í dönsku 2. deildinni töpuðu á heimavelli fyrir Solrød 74-81. Grétar skoraði 17 stig en Gylfi lék ekki með vegna meiðsla. Um síðustu helgi skoraði Gylfi 29 stig og Grétar 7 þegar liðið lagði BMS 81-60.
Kristín Rós Kjartansdóttir skoraði 5 stig fyrir AUS (3-4) sem tapaði fyrir Aalborg BK í dönsku 1. deildinni 56-49 í Álaborg.
Mynd af Lárusi: Thorbjørn Wangen
Mynd úr leik Horsens BC: Sigurður Einarsson



