spot_img
HomeFréttirMarbury og Knicks: Skilnaður að borði og sæng

Marbury og Knicks: Skilnaður að borði og sæng

23:51:24
 Stephon Marbury og NY Knicks náðu ekki að hamra saman starfslokasamningi í gær, en í dag kom í ljós að það varð að samkomulagi að Marbury héldi sig fjarri Madison Square Garden og liðsmönnum Knicks á meðan samið yrði.

Nánar hér að neðan:
Marbury á inni rúmar 20 milljónir dala fyrir þetta tímabil, sem hann er ekki áfjáður í að kasta á glæ, og Donny Walsh, forseti Knicks er heldur ekki tilbúinn til að  borga alla upphæðina út til þess eins að losna við vandræðagemlinginn.

Eftir einhverja þá ljóstustu uppákomu sem sést hefur lengi í samskiptum NBA-liðs og leikmanns er málið enn blettur á öllum sem koma að og verður það þangað til að Marbury er kominn á samning hjá öðru liði, en það er spurning hvort einhver sé tilbúinn í að taka við honum.

ÞJ

Fréttir
- Auglýsing -