spot_img
HomeFréttirNýliðar NBA: OJ Mayo á toppnum og Greg Oden fyrir vonbrigðum?

Nýliðar NBA: OJ Mayo á toppnum og Greg Oden fyrir vonbrigðum?

OJ Mayo

Nú þegar meira en mánuður er liðinn af NBA tímabilinu þá er athyglisvert að skoða nýliða NBA deildarinnar og sjá hverjir eru að gera góða hluti og hverjir ekki.
Greinahöfundur man vel eftir fyrir nokkrum árum þegar menn töluðu um undur sem voru á leiðinni í NBA deildina, en þá kom nafnið OJ Mayo oft fram í umræðurnar. Átti hann að verða “næsti Lebron James” og var mikið umtal um hann þegar hann spilað í High School, álíka og umtalið um Lebron. Þó tók það að minnka og nöfnin Derrick Rose og Michael Beasley komu fram á sjónarsviðið og voru þeir tveir valdir á undan OJ Mayo í nýliðavalinu.

Þó er það OJ Mayo sem hefur stolið sviðsljósinu hingað til af nýliðum NBA deildarinnar ásamt Derrick Rose. Mayo er með rúm 22 stig að meðaltali í leik og 4,6 fráköst. Mayo er með mjög góða nýtingu og rúmlega 2 þriggja stiga körfur í leik. Aðeins hafa 2 aðrir nýliðar sem nú eru í deildinni skorað meira í fyrstu 10 leikjum sínum heldur en OJ Mayo en það eru þeir Shaquille O’Neal og Allen Iverson.

Næstur á eftir Mayo kemur Derrick Rose sem var valinn fyrstur. Rose er með rúm 19 stig í leik, 4 fráköst og 5,8 stoðsendingar. Hann hefur hitt rúm 50% af skotum sínum og er með 85% nýtingu í vítaskotum. Þriðja sætið heldur hann Michael Beasley. Beasley hefur farið rólega af stað hjá Miami og skorað 14,7 stig í leik og tekið um 5,4 fráköst.

Það má segja að aðdáendur Portland Trailblazers bjuggust við meiru af Greg Oden sem var valinn fyrstur allra árið 2007 en er að spila í fyrsta sinn núna í ár vegna meiðsla í fyrra. Oden hefur skorað 7,6 stig að meðaltali og tekið 7,6 fráköst. Þess má hér geta að Shaq skoraði 23 stig og tók 14 fráköst á sínu fyrsta tímabili. Líklega þarf Oden aðeins meiri tíma til að ná sjálfstrausti sínu í lag og komast í gang en hann er alls ekki á lista yfir bestu nýliða ársins, það eitt er á hreinu.

                                   Greg Oden

Þó er hægt að segja að Oden kemur með þátt inn í leik Portland sem ekki verður mældur í tölfræði en það er sálfræðilegi þátturinn við að hafa mann sem er 213 cm á hæð og 130 kg inní teignum. Oftar en ekki þá vantar liðum stóran mann sem getur staðið í hárinu á öðrum tröllum deildarinnar eins og Shaquille O’Neal og Dwight Howard.

Menn sem hafa komið á óvart
Marc Gasol: Bróðir Pau Gasol var valinn 48. í fyrra af Lakers en spilaði síðasta tímabil á Spáni. Hann hefur skorað rúm 12 stig í leik og tekið 7 fráköst.
Luc Mbah a Moute: Valinn 37., er að skora 10 stig og taka 7,6 fráköst í leik.
Rudy Fernandez: Spænski landsliðsmaðurinn sem var valinn 24. í fyrra af Pheonix Suns en spilaði í fyrra á Spáni. Hann er að skora rúm 11,6 stig í leik.

Arnar Freyr Magnússon
 

Fréttir
- Auglýsing -