14:42
{mosimage}
(Þessa kappa þarf vart að kynna en… þetta eru félagarnir Falur Harðarson og Kristinn Friðriksson)
Körfuknattleiksdeild Keflavíkur mun efna til körfuboltaveislu fyrir leik Keflavíkur og Tindastól í Iceland Express deild karla annað kvöld. Leikurinn sjálfur hefst kl. 19:15 en hátíðin hefst kl. 18:00 í Toyotahöllinni.
Viðureign Tindastóls og Keflavíkur er síðasti heimaleikur ársins hjá Íslandsmeisturum Keflavíkur en á körfuboltahátíðinni verða gamlar Keflavíkurkempur sem taka áskorunum, skotkeppnir, vítakeppnir og annað skemmtilegt.
Sjá nánar á www.keflavik.is



