spot_img
HomeFréttirÚrslit kvöldsins: Tíundi sigur KR í höfn!

Úrslit kvöldsins: Tíundi sigur KR í höfn!

21:11
{mosimage}

(,,Sjötti maðurinn" eða Darri Hilmarsson eins og hann var skírður var með 23 stig í kvöld)

Topplið KR hefur nú unnið tíu fyrstu deildarleikina sína í röð og vermir því áfram toppsætið eftir öruggan stórsigur á botnliði Skallagríms 117-50. Darri Hilmarsson og Pálmi Freyr Sigurgeirsson gerðu báðir 23 stig í liði KR en hjá Skallagrím var Igor Beljanski með 17 stig.

Fast á hæla KR koma Grindvíkingar sem lögðu FSu á Selfossi í kvöld 88-97 þar sem Páll Axel Vilbergsson var með 29 stig fyrir Grindvíkinga en hjá heimönnum á Selfossi var Vésteinn Sveinsson stigahæstur með 23 stig.

Snæfellingar tóku svo á móti Stjörnunni í Stykkishólmi og höfðu betur gegn gestum sínum 87-83 og því enn einn hörkuleikurinn sem Stjarnan má sjá á eftir stigum. Hjá heimamönnum í Hólminum var Slobodan Subasic að finna taktinn með 26 stig en hjá Stjörnunni var það Justin Shouse sem gerði sínum gömlu félögum í Snæfell skráveifu með því að setja niður 29 stig en hann var einnig með 9 fráköst og 7 stoðsendingar og því ekki fjarri þrennunni.

[email protected] 

Fréttir
- Auglýsing -