spot_img
HomeFréttirHrun stórvelda í vestrinu

Hrun stórvelda í vestrinu

 San Antonio Spurs hafa verið með bestu liðum deildarinnar síðustu ár
 
Ef horft er til síðustu tímabila, þá sérstaklega frá 2004 til 2007 þá hafa efstu þrjú liðin í vesturdeildinni verið San Antonio Spurs, Pheonix Suns og Dallas Mavericks. Á síðasta tímabili voru Spurs og Suns með bestu liðum deildarinnar en Dallas slökuðu aðeins á og lentu neðar en venjulega. Spurs hefur orðið meistari fjórum sinnum frá árinu 1999 og hafa þessi lið iðulega verið í úrslitum vesturdeildarinnar síðustu ár með nokkrum undantekningum. Mikilvægasti leikmaður deildarinnar hefur fimm sinnum af síðustu 7 árum verið frá þessum liðum.

 

Árið í ár er tímamót þar sem þessi lið skipa 7-9. sæti vestursins og virðist stefna í að gullöld þessara liða sé lokið. Í nótt tapaði Phoenix fjórða leik sínum í röð og það sem merkilegast þykir að liðið er nokkurn vegin það sama og síðustu ár. San Antonio situr í áttunda sæti deildarinnar og ber merki um elli og meiðsli hefur einkent liðið.
7. sæti, Dallas Mavericks
Dallas komust til úrslita árið 2006 en töpuðu gegn Miami Heat 4-2. Dirk Nowitzki hefur verið hjarta og sál liðsins og var valinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar árið 2007. Það tímabil duttu þeir eftirminnilega úr úrslitakeppninni á móti Golden State sem voru í 8. sæti vestursins.
Í fyrra fengu Dallas hann Jason Kidd frá New Jersey Nets en þau skipti virðast ekki hafa virkar eins og menn vonuðust eftir og síðustu 2 ár hafa verið afar léleg hjá Mavericks. Annað árið í röð duttu þeir út úr fyrstu umferð og var þjálfari liðsins, Avery Johnson, látinn fara.
Í ár hafa þeir unnið10 leiki og tapað 8. Síðustu nótt sigruðu þeir Phoenix Suns glæsilega þar sem Dirk Nowitzki skoraði 39 stig.
 
 Dirk Nowitzki
8. sæti, Phoenix Suns
Suns hafa ekki komist til úrslita síðustu ár en hafa þó verið nokkuð nálægt því. Liðið komst til úrslita vesturdeildarinnar 2005 og 2006. Árið 2005 tapaði liðið á móti Spurs í úrslitum og árið 2006 var það Mavericks sem sendu Suns heim. Merkilegt er að segja frá því að í úrslitakeppninni 2006 varð Suns áttunda liðið í sögu NBA til að komast áfram eftir að hafa lent 3-1 undir en það gerðu þeir gegn Lakers. Árin 2007 og 2008 var það Spurs sem sendu Suns í sumarfrí. Steve Nash var valinn MVP deildarinnar árin 2004-2006.
Í ár sitja Suns í áttunda sæti vesturdeildarinnar með 11 sigra og 9 töp. Liðið er tiltölulega óbreytt frá síðasta ári með frábæra leikmenn í liðinu á borð við Amare Stoudamire, Steve Nash og Shaquille O’Neal. Því má segja að þeir hafi ollið vonbrigðum í byrjun tímabilsins. Steve Nash hefur skorað 3,5 stigum minna og gefa 3,5 færri stoðsendingar en hann gerði fyrir 2 árum.
 
  Steve Nash á móti Spurs
9. sæti, San Antonio Spurs.
Síðan Michael nokkur Jordan fór úr deildinni árið 1998 hafa tvö lið verið NBA meistarar 7 sinnum af síðustu 10 tímabilum. Það eru Lakers og Spurs en Spurs hafa unnið fjóra titla og Lakers unnið þrjá. Merkilegast þykir að Spurs hafa ekki sigrað 2 ár í röð eins og Lakers gerðu (þrjú skipti í röð) en titlarnir hjá Spurs voru árin 1999, 2003, 2005 og 2007. Tim Duncan leikmaður Spurs var valinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar 2002 og 2003.
Í fyrra töpuðu Spurs á móti Lakers í úrslitum vesturdeildarinnar nokkuð sannfærandi. Í ár ber liðið merki um elli en 8 leikmenn af 15 á leikmannaskrá liðsins eru komnir yfir þrítugsaldurinn og meðal annars allir lykilleikmennirnir nema Tony Parker sem er 25 ára gamall. Þó gæti liðið hugsanlega náð sér á strik en bæði Tony Parker og Manu Ginobili hafa verið meiddir og eru nú komnir aftur í liðið.
Kannski er enn smá oliía eftir í San Antonio liðinu sem hefur verið stöðug vél síðustu ár. Í ár sitja þeir í 9. sæti deildarinnar með 10 sigra og 8 töp.
 
 Tim Duncan í troðslu, einn besti maður deildarinnar síðustu ára. Er enn kraftur eftir í honum?
Fróðlegt verður að sjá á komandi árum hvort að tími þessara liða sé liðinn og öld nýrra liða sé að rísa, t.d. Portland Trailblazers og New Orleans Hornets. Los Angeles Lakers eru komnir aftur á topp vesturdeildarinnar eftir nokkur erfið ár síðan Shaquille O’Neal fór og Denver Nuggets sitja í þriðja sæti deildarinnar ásamt Houston Rockets.
Arnar Freyr Magnússon
[email protected]    

 

Fréttir
- Auglýsing -