spot_img
HomeFréttirSan Antonio og Dallas rétta úr kútnum

San Antonio og Dallas rétta úr kútnum

07:53:13
 Texasliðin Dallas Mavericks og San Antonio Spurs unnu leiki sína í NBA í nótt.

Dallas lagði Phoenix að velli og San Antonio stöðvuðu Denver Nuggets, sem hafa verið sjóðheitir að undanförnu.

Nánar um leikina hér að neðan:

Dallas er óðum að skríða saman eftir hrikalega byrjun á tímabilinu, en það er ekki síst að þakka framlags Dirks Novitzki, sem átti einmitt stórleik gegn Suns í nótt.

Þjóðverjinn knái var með 39 stig og 9 fráköst, Jason Terry var með 19 stig og Jose Barrea var með 18. Dallas byrjaði af krafti og hleypti Suns aldrei almennilega inn í leikinn og sigraði að lokum, 112-97.

Amare Stoudamire fór fyrir Suns með 28 stig og Steve Nash var með 20 og 10 stoðsendingar.

Eftir leikinn er Dallas komið með vinningshlutfallið 10-8 eftir að hafa unnið 8 af síðustu 9 leikjum.

San Antonio er annað lið sem er að hrista af sér brokkkgenga byrjun en þeir lögðu spútniklið Denver að velli í nótt, 108-91.

Sigurinn má ekki síst rekja til þess að loksins virðast aðalleikmenn þeirra vera búnir að ná sér af meiðslum, en Manu Ginobili og Tony Parker hafa verið lengi frá.

Denver hafa hins vegar ekki byrjað deildina betur í um 30 ár og unnu síðast Toronto Raptors með 39 stigum.

Hvort sem það var ofmat á eigin hæfileikum, eða eitthvað annað mættu Spurs tilbúnir í leikinn og tóku stjórnina í fyrri hálfleik.

Þeir gáfu svo aldrei eftir og sigldu sigrinum heim í seinni hálfleik.

Parker var með 22 stig, Ginobili 21 líkt og Tim Duncan sem bætti við 12 fráköstum og 7 stoðsendingum.

Hjá Denver átti Chauncey Billups slakan leik, en Carmelo Anthony var með 15 stig. JR Reid kom honum næstur með  með 15 stig og 10 fráköst.

Tölfræði leikjanna

ÞJ

Fréttir
- Auglýsing -