spot_img
HomeFréttirTCU tapaði naumlega í Kaliforníu: Helena stigahæst

TCU tapaði naumlega í Kaliforníu: Helena stigahæst

12:00
{mosimage}

(Helena gerði 20 stig með TCU í nótt)

Helena Sverrisdóttir og liðsfélagar hennar í bandaríska háskólaliðinu TCU eru nú staddir í Kaliforníu og í nótt mætti TCU liði Fresno State. Um hörkuleik var að ræða þar sem Fresno State fór með 75-72 sigur af hólmi og færði TCU aðeins annan ósigur sinn á þessari leiktíð.

Helena var allt í öllu í liði TCU með 20 stig, 8 fráköst og 6 stoðsendingar. Helena lék í 37 mínútur og setti niður þrjár þriggja stiga körfur í þremur tilraunum, var með 8 af 14 í teigskotum og setti niður sitt eina víti sem hún fékk í leiknum.

TCU leikur sinn anna leik í Kaliforníu á morgun þegar liðið mætir Saint Louis skólanum.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -