spot_img
HomeFréttirMarvin Valdimarsson : Stútuðum þeim bara í seinni hálfleik

Marvin Valdimarsson : Stútuðum þeim bara í seinni hálfleik

22:37
{mosimage}
(Marvin í leik gegn Haukum fyrr í vetur)
Marvin Valdimarsson hefur byrjað tímabilið í 1. Deildinni hreint ótrúlega og komið mörgum á óvart.  Hann hefur að meðaltali skorað 34,7 stig, hirt 6,7 fráköst og gefið 2,2 stoðsendingar.  Þessi tölfræði er líklega ein af  ástæðunum fyrir því að Hamar hefur ekki tapað leik í fyrstu deildinni í vetur.  Þrátt fyrir velgengni vetrarins bjóst Marvin ekki við þetta sannfærandi sigri á Völsurunum.  “Ég bjóst við hörkuleik, eins og þetta var í fyrri hálfleik og framan af seinni, en siðan bara keyrðum við á þá og þá áttu þeir ekki brake.”  

Hver var munurinn á liðunum í dag?

“Ég held að við höfum bara spilað ömurlega vörn í fyrri hálfleik, alveg bara hörmulegt.  Þeir skoruðu 50 stig á okkur.  En í seinni hálfleik þá fórum við í gang og spiluðum hörku svæðisvörn.  Þeir skora ellefu stig í þriðja leikhluta, enda í 88.  Þannig að við stútuðum þeim bara í seinni hálfleik, í vörn og sókn.” 

Baráttuandinn skýn af Hamarsmönnum, er ekki gaman að spila körfu í Hveragerði þessa dagana?
“Heldur betur maður, hrikalega gaman.  Bæði kvenna og karlakörfunni.  Það gengur vel.  Jason er frábær kani, örugglega einn besti kaninn í deildinni, úrvalsdeildinni líka. Það er yndislegt að spila.  Gústi er frábær þjálfari.
 
Hvað er að gerast hjá þér í ár, hverju ertu að bæta þig í til að ná svona tölum?
“Ég er búinn að vera í tómu tjóni seinustu tvö ár.  Búinn að vera meiddur mikið og sjálfstraustið niðri.  Kominn aftur heim í Hveragerði og Gústi er að búta til fullt af kerfum fyrir mig.  Jason hjálpar mér mjög mikið og Svavar Páll.  Svavar Páll er besti sendingamaðurinn í deildinni og hann center.  Þeir finna mig bara og þá hitti ég.”


Gísli Ólafsson
Mynd
[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -