spot_img
HomeFréttirStóru liðin unnu, Lakers í vandræðum

Stóru liðin unnu, Lakers í vandræðum

09:16:52
 Fátt var um óvænt úrslit í NBA-deildinni í nóitt þar sem Boston og Lakers unnu sína leiki, þó það hafi staðið óþarflega tæpt hjá þeim síðarnefndu gegn Washington Wizards, Orlando, Cleveland og Houston unnu líka sína leiki.

 

Nánar um leikina hér að neðan:

 

Boston státar af lengstu sigurhrinunni í NBA þessa dagana, en þeir hafa unnið 11 leiki í röð. Þeir lentu ekki í teljandi vandræðum við Portland Trailblazers og voru búnir að klára leikinn fyrir fjórða leikhluta. Skemmst er frá að segja að allir leikmenn Portland áttu slæman dag og áttu ekki mikinn möguleika gegn jöfnu og sterku liði meistaranna.

 

Lakers voru með góða forystu gegn Washington, sem er á botni Austurdeildarinnar, en það varð að engu í fjórða leikhluta þegar varamenn Lakers misstu leikinn úr höndum sér og ekki bætti úr skák að Kobe Bryant átti ekki góðan dag.

 

Bryant missti marks úr öðru af tveimur vítaskotum sínum á lokasekúndunum þannig að í stöðunni 106-104 fékk Caron Butler, fyrrum leikmaður Lakers, tækifæri til að tryggja Washington sigur, en 3ja stiga skota hans geigaði og Lakers mega prísa sig sæla með sigurinn.

 

Úrslit næturinnar:

 

Oklahoma City 89

Orlando 98

 

LA Lakers 106

Washington 104

 

Indiana 73

Cleveland 97

 

Minnesota 84

New Jersey 113

 

New York 95

Atlanta 98

 

LA Clippers 81

Memphis 93

 

Portland 78

Boston 93

 

Philadelphia 96

Detroit 91

 

Charlotte 96

Milwaukee 101

 

Golden State 112

Houston 131

 

Toronto 87

Utah 114

 

Tölfræði leikjanna

 

ÞJ

Fréttir
- Auglýsing -