7:38
{mosimage}
Þrír leikir fóru fram í Iceland Express deild kvenna í gær og unnust þeir allir örugglega á útivelli. Toppliðin þrjú sigruðu öll og staðan því óbreytt á toppi deildarinnar og eru Haukastúlkur búnar að tryggja sér sæti í A riðli þegar fyrsta hluta deildarkeppninnar lýkur.
Hamar vann Fjölni í Grafavoginum 49-72. LaKiste Barkus skoraði 24 stig fyrir Hamarsstúlkur en Fanney Guðmundsdóttir skoraði 15 og tók 10 fráköst. Þá tók Julia Demirer 12 fráköst. Hrund Jóhannsdóttir skoraði 15 stig fyrir Fjölni sem lék án Ashley Bowman. Birna Eiríksdóttir skoraði 13 stig og Efemía Sigurbjörnsdóttir 10.
Í DHL höllinni áttust við liðin sem léku til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í vor og var um einstefnu að ræða allan leikinn, Keflavík vann 62-90 og komst mest 31 stigi yfir. Birna Valgarðsdóttir var í miklum ham og skoraði 30 stig fyrir Keflavík en næst kom Svava Stefánsdóttir með 17 stig auk þess sem hún tók 11 fráköst. Sigrún Ámundadóttir skoraði mest KR stúlkna eða 22 stig auk þess sem hún tók 13 fráköst. Hildur Sigurðardóttir kom næst með 16 stig og 12 fráköst en Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir tók 13 fráköst.
Í Stykkishólmi tók botnlið Snæfells á móti toppliði Hauka og áttu stúlkurnar úr Hafnarfirði ekki í erfiðleikum með hið unga lið Snæfells, leikar fóru 56-81. Kristrún Sigurjónsdóttir var eins og oft áður stigahæst Haukastúlkna með 24 stig. Slavia Dimovska skoraði 18 en Telma Fjalarsdóttir tók 11 fráköst. Berglind Gunnarsdóttir skoraði mest Snæfellsstúlkna eða 14 stig.
Myndir: Stefán Helgi Valsson
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}



