spot_img
HomeFréttirHattarmenn verða fyrir skakkaföllum

Hattarmenn verða fyrir skakkaföllum

9:13

{mosimage}

Ben Hill er á heimleið 

Hattarmenn sem eru í ströggli í 1. deild karla verða fyrir mikilli blóðtöku um jólin þegar báðir erlendu leikmenn liðsins, Ben Hill og Jerry Cheves munu yfirgefa liðið af persónulegum ástæðum, ekki koma til baka eftir jólafrí.. Stefán Bogi Sveinsson formaður körfuknattleiksdeildar Hattar staðfesti þetta við karfan.is.

Hann sagði jafnframt að það væri verið að skoða þann möguleika að styrkja liðið fyrir nýja árið en það væri allt opið.

Hattarmenn töpuðu á heimavelli um helgina fyrir Ármanni og með því eru þeir komnir í fallsæti, hafa unnið 2 leiki af 8 en eru komnir í 16 liða úrslit Subwaybikarsins þar sem þeir mæta Keflavík. Cheves og Hill hafa verið bestu leikmenn Hattar í vetur og oftast verið tveir stigahæstu leikmenn liðsins.

[email protected]

Mynd: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -