14:19
{mosimage}
(Flake er frá næsta mánuðinn en Axel Kárason er væntanlegur á Krókinn, þó tímabundið)
Breytingar eru yfirvofandi hjá Tindastólsmönnum sem í kvöld mæta suður með sjó og leika gegn ÍR í 16 liða úrslitum Subwaybikarsins. Darrell Flake verður ekki með Tindastóli í kvöld þar sem hann fer í hnéaðgerð í dag og verður frá næsta mánuðinn. Þetta kemur fram á www.tindastoll.is
Leikstjórnandinn Allan Fall er á leiðinni frá Tindastól til Sviss en spilar væntanlega leikinn í kvöld. Fall fékk tilboð frá Sviss og bað um að losna undan samningi sínum sem stjórn körfuknattleiksdeildar Tindastóls varð við. Fall kom til liðs við Tindastól eftir að leiktíðin hófst og hefur leikið fimm deildarleiki með félaginu.
Axel Kárason kemur heim á næstu dögum frá dýralæknanámi erlendis og verður með í nokkrum leikjum í janúar. Hann gæti jafnvel náð Breiðabliksleiknum þann 19. desember. Þá er Óli Barðdal kominn til landsins fyrir nokkru og farinn að spila með liðinu og verður með út tímabilið. Síðan styttist í að Friðrik Hreinsson mæti á Krókinn en von er á honum um áramótin.



