20:37
{mosimage}
Keflavík sigraði Hött örugglega í Subwaybikar karla í kvöld, 107-58. 1. deildarlið Vals sló út Iceland Express deildar lið Skallagríms 79-82 í Borgarnesi eftir æsispennandi lokamínútur. ÍR vann Tindastól 69-56 í Seljaskóla. Í Subwaybikar kvenna unnu Haukar stórsigur á KR b 118-45 og Fjölnir vann Grindavík b 86-49. Ashley Bowman var stigahæst Fjölnisstúlkna með 30 stig en Stefanía Ásmundsdóttir skoraði 14 fyrir Grindavík b.
Kristrún Sigurjónsdóttir skoraði 22 stig fyrir Hauka en Hanna Kjartansdóttir var langstigahæst KR stúlkna með 17 stig.
Hörður Axel Vilhjálmsson skoraði 17 stig fyrir Keflavík í sigrinum á Hetti en Jerry Cheves skoraði 23 fyrir Hött.
Igor Beljanski var aðalmaðurinn hjá Skallagrím og skoraði 26 stig og tók 13 fráköst. Nýi Bandaríkjamaðurinn þeirra, Landon Quick, lék sinn fyrsta leik og skoraði 14 stig. Hjalti Friðriksson átti stórleik fyrir Val sem léku án þjálfara síns Rob Hodgson. Hjalti skoraði 27 stig í leiknum en það var Jason Hardsen sem kláraði leikinn fyrir Val, skoraði 7 síðustu stig þeirra.
Hreggviður Magnússon var í miklum ham í Seljaskóla og skoraði 31 stig en Ómar Sævarsson tók 13 fráköst. Helgi Rafn Viggósson skoraði mest Tindastólsmanna eða 18 stig auk þess sem hann tók 13 fráköst.



