spot_img
HomeFréttirBesta byrjun Boston

Besta byrjun Boston

09:29:18
{mosimage}Meistarar Boston Celtics unnu í nótt sinn 13. sigur í röð í NBA deildinni þegar þeir rústuðu Washington Wizards, botnlið deildarinnar. Þeir hafa því unnið 21 leik og tapað 2 sem er besta byrjunin í sögu þessa sigursælasta liðs í sögu NBA. Sigurhrinan er einnig sú lengsta síðan Larry Bird og félagar unnu 14 leiki í röð á tímabilinu 1985-86.

Tveirt aðrir leikir fóru fram í deildinni í nótt þar sem Utah vann Portland og Dallas vann Charlotte.

Nánar um leikina hér að neðan:

Washington Wizards –  Boston Celtics 88-122

Boston Celtics eru einfaldlega að spila best allra liða í NBA-deildinni þessa dagana. Lakers hafa einnig verið afar sterkir, en tapað þremur leikjum á meðan Boston hefur aðeins tapað tveimur. Botnlið Washington var engin fyrirstaða fyrir meistarana sem unnu sinn stærsta sigur í vetur.

Washington, sem voru á heimavelli, leiddu að vísu, 12-11, um miðjan fyrsta leikhluta, en þá greip Ray Allen í taumana og reif sína menn upp og hartnær kláraði leikinn þar og þá. Hann setti fjóra þrista í fyrsta leikhluta og forskotinu vare ekki ógnað eftir það

Allen og Paul Pierce voru með 22 stig hvor og Kevin Garnett komst líka vel frá sínu (11/12/7).

Hjá Washington var Caron Butler með 19 stig og Juan Dixon með 17.

Utah – Portland 97-88

Utah Jazz vann góðan sigur á Portland Trailblazers, 97-88, þrátt fyrir að Carlos Boozer sé enn frá vegna meiðsla og Brandon Roy (33 stig) hafi átt stórleik fyrir Portland.

Hjá Utah var maður að nafni Mehmet Okur svo sannarlega að vinna fyrir kaupinu sínu þar sem hann gerði 27 stig, þar af 21 í fyrri hálfleik, og tók 10 fráköst. Undir hans forystu náði Utah góðri forystu í fyrri hálfleiknum og hélt henni þrátt fyrir að Blazers bættu í.

Hjá Jazz var Paul Millsap með 17 stig og 12 fráköst og Deron Williams var með 14 stig og 11 stoðsendingar.

Roy var stigahæstur Blazers, en fyrir utan hann var LeMarcus Aldridge (22 stig) sá eini sem skilaði sínu.

Liðin eru nú með sama vinningshlutfall, 15-9.

Dallas – Charlotte 95-90

Charlotte Bobcats mættu til leiks með fámennt lið þar sem leikmannaskiptin í vikunni eru ekki almennilega frágengin. Það kom hins vegar ekki í veg fyrir að þeir létu Dallas hafa fyrir hlutunum.

Slælegur varnarleikur Dallas-manna og frábær frammistaða Emeka Okafor á báðum endum vallarins gerði leikinn afar spennandi allt fram til loka. Bobcats jöfnuðu leikinn 88-88 þegar um 3 mín. voru til leiksloka, en Dallas voru sterkari á lokasprettinum. Þeir hafa nú unnið 10 af síðustu 12 leikjum, en Bobcats hafa tapað 5 í röð.

Jason Terry var stigahæstur Dallas-manna með 26 stig og Dirk Nowitzki bætti við 23 stigum og 13 fráköstum. Emeka Okafor var með 27 stig og 17 fráköst, Raymond Felton var með 16 og nýliðinn DJ Augustin var með 10 stoðsendingar.

Tölfræði leikjanna

ÞJ

Fréttir
- Auglýsing -