spot_img
HomeFréttirHekla sló Ármann út

Hekla sló Ármann út

8:09

{mosimage}

Hekla Katharína Kristinsdóttir 

Lið Heklu frá Hellu kom á óvart í gærkvöldi og sigraði Ármann í 16 liða úrslitum Subwaybikars kvenna, 56-53. Hekla verður því í pottinum með Val, KR, Keflavík, Haukum, Fjölni, Skallagrím og Hamri þegar dregið verður í 8 liða úrslit.

Ármannsstúlkur höfðu frumkvæðið framan af leiknum í gær og leiddu 8-15 eftir fyrsta leikhluta og 26-34 í hálfleik. Heklustúlkur komu svo sterkar inn í þriðja leikhluta og eftir hann var staðan 40-40 og þær höfðu svo sigur að lokum 56-53.

Hin 18 ára gamla Hekla Katharína Kristinsdóttir var stigahæst heimastúlkna með 19 stig en hin 45 ára gamla Ólafía Eiríksdóttir skoraði 12 stig.

Bryndís Gunnlaugsdóttir var stigahæst Ármannsstúlkna með 27 stig, þar af 5 þriggja stiga körfur en Hjaltey Sigurðardóttir skoraði 8 stig.

[email protected]

Mynd: www.fsu.is

Fréttir
- Auglýsing -