16:53
{mosimage}
Myndin er ekki úr Eyjum
Það gerist ekki oft á Íslandi að spjaldið er brotið í körfuboltaleik, það er frekar eitthvað sem maður sér á myndum utan úr heimi. Slíkt gerðist þó á dögunum í Vestamannaeyjum þegar ÍBV tók á móti Álftanesi og sigraði 84-76. Frá þessu er greint á vef Eyjafrétta.
Þar sem ekki var hægt að leika á hinum hefðbundna heimavelli Eyjamanna varð að leika leikinn í nýja íþróttasal þeirra Eyjamanna, þar sem er dúkur.
Nánar er hægt að lesa um leikinn og atvikið á heimasíðu Eyjafrétta.
Mynd: www.athleticfacilityproducts.com



