spot_img
HomeFréttirMargrét Kara komin heim

Margrét Kara komin heim

18:00
{mosimage}

(Margrét Kara Sturludóttir)

Landsliðskonan Margrét Kara Sturludóttir kom heim frá Bandaríkjunum í gær þar sem hún var við nám en hún mun ekki halda aftur út til náms enda ansi óhagstætt að dvelja ytra um þessar mundir. Kara var ekki á fullum námsstyrk við skólann í Phoenix og því varð róðurinn henni þungbær.

,,Ég var ekki á 100% styrk hjá skólanum og krónan er erfið og því er ég komin heim,“ sagði Kara en sagði dvölina engu að síður hafa verið skemmtilega og að umgjörðin í kringum Elon Phoenix liðið hefði verið mjög góð.

,,Ég fer í HR eftir áramót og ætla að byrja í heilbrigðisverkfræði,“ sagði Kara sem varð Íslandsmeistari með Keflavík á síðasta tímabili og er á leið á æfingu með Keflavík í kvöld. Kara hefur samt ekki gert upp hug sinn um hvar hún muni spila. ,,Ég bara get ekki svarað því hvar ég muni spila, það kemur bara í ljós,“ sagði Kara sem sagði það nokkur vonbrigði að hafa ekki getað verið áfram í Bandaríkjunum.

,,Vissulega voru þetta vonbrigði en núna er ég bara að hreinsa hugann,“ sagði Kara en hvar sem hún ákveður að spila verður það mikil vítamínssprauta fyrir viðkomandi lið.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -