23:32:31
Ekkert lát er á hausunum sem fljúga nú hver um annan í þjálfarastéttinni í NBA, en í kvöld ráku Sacramento Kings Reggie Theus úr starfi. Theus, sem var á sínum tíma frábær leikmaður, virðist ekki hafa náð flugi í þjálfarastöðunni því Kings voru með vinningshlutfallið 6-18 og hafa tapað 10 af síðustu 11 leikjum sínum. Þessi eini sigur var að vísu gegn LA Lakers fyrir skemmstu.
Nánar hér að neðan:
Theus tók við liðinu fyrir tæpum tveimur árum síðan, en þetta er fyrsta aðalþjálfarstaðan sem hann gegnir í NBA eftir að hafa gert fína hluti með New Mexico State.
Það hefur legið í loftinu um nokkra hríð að Maloof bræður, eigendur Kings, hafi ekki séð Theus í framtíðarplönum sínum og var hann víst búinn að missa tiltrú hjá leikmannahópnum. Nú segja sögusagnir að eigendurnir horfi sérstaklega til Eddie Jordan sem var nýlega sagt upp störfum hjá Washington Wizards. Jordan þjálfaði Kings í einn vetur, 2006-2007.
Theus er sjötti NBA-þjálfarinn sem er sagt upp störfum á leiktíðinni, en það er ekki að sjá að gegni liðanna hafi almennt batnað mikið eftir þjálfaraskiptin.
Talið er fullvíst að tveir þeirra sem fengu nýlega reisupassann, téður Jordan og Sam Mitchell sem var rekinn frá Toronto, eigi eftir að skóta upp kollinum fyrr en síðar.
Heimild: Yahoo! Sports
ÞJ



