01:11
{mosimage}
(Kjartan Orri í leiknum gegn Haukum)
Kjartan Orri Sigurðsson, leikmaður Vals, var að margra mati maður leiksins gegn Haukum í gærkvöldi. Hann kom af bekknum með miklum krafti, skoraði 12 stig , hirti 8 fráköst og nældi sér í 5 villur á þeim 12 mínútum sem hann spilaði. Kjartan Orri hefur verið viðloða Valsliðið undanfarin ár en meiðslin hafa verið að stríða honum. Hann hefur þess vegna ekki náð mörgum mínútum seinustu ár.
Hvað er langt síðan þú spilaðir þetta margar mínútur í leik?
“ Heyrðu það eru orðin, ég veit það ekki, ætli það sé ekki fjögur fimm ár síðan”.
Og engu gleymt?
“ Nei nei, þetta er bara eins og að læra að hjóla, maður gleymir þessu ekkert. Maður þarf bara að hafa pústið til að hlaupa upp og niður völlinn svona tvisvar þrisvar, þá er þetta komið”.
Er það komið?
“Ja, svona cirka. Ég hefði ekki getað spilað margar mínútur í viðbót. Þetta er spurning um gæði, ekki magnið sko”.
Kjartan tók glæsilega flautukörfu í lok fyrri hálfleiks þegar hann var tiltölulega nýkominn inná, hann fór þess vegna inní hálfleik með tvo af tveimur í þriggja stiga skotum. “ Já þetta er bara það sem maður er að æfa. Það eru tekið sjötíu svona skot á hverri æfingu. Alltaf eftir hverja einustu æfingu, þá er hangið, skjóta frá miðju og dúlla sér eitthvað. Þetta dettur stundum, það er bara þannig”.
Niðurstaða leiksins í kvöld kom kannski sumum á óvart, en ekki Kjartani.
“ Við erum bara búnir að vera að spila undir getu í seinustu þremur leikjum í deildinni, klárlega, og við erum bara að sýna þau skilaboð að við erum miklu betri en staðan segir. Við ætlum okkur að klára þetta með stæl”.
Haukar skora aðeins 54 stig í leiknum í kvöld, var þetta varnarleikurinn sem skóp sigurinn?
“ Vörnin og hugarfarið, við vorum jákvæðir í dag. Spiluðum grimmir allir sem komu inná, lögu sitt af mörkum, gerðum þetta saman. Það er lykilatriði í þessu”.
Gísli Ólafsson
Mynd : [email protected]



